top of page
Pink Screen

allt Á
  einum
    stað

KYNFRÆÐSLUVEFUR
FYRIR UNGMENNI

Vefurinn Allt á einum stað, er fræðsluvefur til notkunar í kynfræðslu og/eða til persónulegrar fræðslu. Hér má finna upplýsingar, fræðsluefni og ýmis nytsamleg úrræði.

 

Meginmarkmið vefsins er að bjóða upp á aðgengilegt efni sem nær yfir vítt svið og vekja athygli á þáttum sem hafa fengið lítið sem ekkert rými í kynfræðslu hingað til.

ÖLL SAMAN Í ÞESSU

Við getum öll lagt okkur fram við að fræðast, upplýsa hvort annað, leiðrétta og leiðbeina á uppbyggilegan hátt. Það er mikilvægt að fjölbreyttar raddir fái að heyrast, ólík sjónarhorn og upplifanir.

 

Við getum ekki gert ráð fyrir því að allir viti allt - þess vegna skiptir máli að við hjálpum hvort öðru og eflum fræðslu.

VANTAR EITTHVAÐ?

Það er vert að taka fram að vefurinn verður uppfærður reglulega þar sem meira og betra fræðsluefni er sífellt að líta dagsins ljós og ný hugtök og skilgreiningar verða til.

 

Við hvetjum því öll að hafa samband sem sjá að ákveðna þætti vantar sem ættu heima hér á vefnum, höfundar taka því fagnandi!

contact

Hafðu samband!

Takk fyrir að hafa samband!

  • Instagram
  • Facebook

© 2022 Allt á einum stað 

bottom of page