top of page

Kynhneigðir

Kynhneigð segir til um hvaða kyni einstaklingur laðast að, bæði tilfinninga-, líkamlega- og kynferðislega. Hún segir til um hverjum fólk laðast að, verður skotið í eða ástfangið af. Margir hafa fastmótaða kynhneigð, á meðan aðrir hafa sveigjanlega kynhneigð sem tekur breytingum eftir tímabilum í lífi einstaklings. Hvort tveggja er eðlileg upplifun.

 

Til eru fjölmörg orð yfir mismunandi kynhneigðir og nýyrði virðast spretta upp á hverju ári. Þau spretta upp af þörf mannsins fyrir að tjá sig um það sem hann upplifir. Þessi orð eru ekki gerð til þess flokka fólk, heldur til þess að það geti tjáð margbreytileika mannlífsins. Sumir kjósa að skilgreina kynhneigð sína og aðrir ekki, hvort tveggja er fullkomlega í lagi.

​Hér fyrir neðan verður greint frá mismunandi kynhneigðum en listinn er ekki tæmandi.

Unnið var eftir skilgreiningum 

Hvaða kynhneigð viltu fræðast um?

Samkynhneigð (e. homosexual)

Gay_Pride_Flag.svg.png

Þegar einstaklingur laðast að öðrum einstaklingi af sama kyni.
Hommi er samkynhneigður karlmaður og lesbía er samkynhneigð kona.

Gagnkynhneigð (e.heterosexual)

2560px-Heterosexual_flag_(black-white_stripes).svg.png

Þegar einstaklingur laðast að öðrum einstaklingi af gagnstæðu kyni. Karl sem laðast aðeins að konum eða kona sem laðast einkum að körlum. Athugið að orðið er litað af kynjatvíhyggju, það gefur til kynna að kynin séu aðeins tvö og að þau séu gagnstæð hvort öðru.

Tvíkynhneigð (e.bisexual)

Bisexual_Pride_Flag.svg.png

Þegar einstaklingur laðast að fleiri en einu kyni. Hugtakið á oftast við um þá einstaklinga sem laðast bæði að konum og körlum, en það getur einnig átt við um einstaklinga sem laðast að kynsegin og/eða trans einstaklingum.

Algengur misskilningur er að tvíkynhneigt fólk hrífst nákvæmlega jafn mikið af konum og körlum. Það getur verið raunin, en algengt er að hrífast meira að einu kyni.

Pankynhneigð (e. pansexual)

Pansexuality_Pride_Flag.svg.png

Pankynhneigð eða persónuhrifning er þegar einstaklingur laðast að einstaklingum óháð kyni eða kynvitund.​ Sumt fólk tengir þó ekki við þessa skilgreiningu og segja kynið skipta sig máli þótt þeir hafi þann kost að geta hrifist af öllum kynjum. Pankynhneigð manneskja getur hrifist af fólki af öllum kynjum. 

Samkynhneigð
Gagnkynhneigð
Tvíkynhneið
Pankynhneigð

Eikynhneigð (e. asexual/ace)

512px-Asexual_Pride_Flag.svg.png

Eikynhneigðir einstaklingar eru þeir sem laðast ekki eða sjaldan kynferðislega að öðrum þótt þeir hafi tilfinningalegar þarfir. Allir einstaklingar hafa þörf fyrir væntumhyggju og snertingu og á það líka við um eikynhneigða. Þeir geta verið í rómantískum samböndum en hafa ekki endilega kynferðislegan áhuga.

Sumt eikynhneigt fólk hefur kynhvöt en hefur ekki áhuga á að fullnægja henni með öðru fólki. Annað eikynhneigt fólk hefur litla eða enga kynhvöt.

Eirómantík (e. aromantic)

1200px-Aromantic_Pride_Flag.svg.png

Þeir einstaklingar sem laðast lítið sem ekkert á rómantískan máta af öðrum einstaklingum.

Fjölkynhneigð (e. polysexuality)

Screen Shot 2022-04-29 at 13.33.54.png

Hugtakið fjölkynhneigð hefur tvenns konar merkingu. Annars vegar merkir það að laðast að fólki af fleiri en tveimur kynjum (en þó ekki fólki af öllum kynjum eins og pankynhneigðir einstaklingar). Hins vegar er það notað. Hinsvegar er það notað sem regnhlífarhugtak yfir þær hneigðir sem vísa til þess að fólk hrífst af manneskjum af fleiri en einu kyni.

 

Eikynhneigð
Eirómantík
Fjölkynhneigð

Fjölástir (e. polyamory)

1280px-Polyamory_Pride_Flag.svg.png

Fjölásta sambönd eða fjölsambönd, eru ástarsambönd þar sem fleiri en tveir einstaklingar eru í spilinu. einstaklingar hafa frelsi til að skapa sín eigin sambönd utan rammans “tveir einstaklingar og ekkert meira.” Undir það falla t.d. lokuð sambönd þriggja aðila, sambönd para þar sem annar eða báðir aðilar eiga einnig aðra maka eða opin sambönd. Fólk sem aðhyllist fjölástir telur ást ekki vera takmarkaða auðlind sem aðeins er hægt að beina að einum aðila. 

 

Fjölsambönd eru alls konar og hvert samband er ólíkt öðrum. Fjölsambönd geta verið ástarsambönd þriggja eða fleiri aðila þar sem allir aðilar elska hver annan, en þau geta líka verið þannig að einstaklingur er í sambandi við tvo eða fleiri aðila sem tengjast ekki hver öðrum ástarböndum. Grunnskilyrðið er að allir aðilar séu uppýstir um og samþykkir fyrirkomulaginu.

Fjölást

Einkynhneigð (e. monosexuality)

Monosexual_flag.svg.png

Regnhlífarhugtak yfir þær kynhneigðir sem vísa til þess að fólk hrífst aðeins af manneskjum af einu tilteknu kyni. ​Gagnkynhneigð er dæmi um einkynhneigð.

Einkynhneigð

Kynseginhneigð (e. ceterosexuality/skoliosexuality)

1200px-Nonbinary_flag.svg.png

Þegar einstaklingar hrífast af kynsegin fólki.

Kynseginhneigð

Karlkynhneigð (e. androsexuality)

Androsexual_Pride_Flag.png

Karlkynhneigð er notað yfir það að hrífast aðeins að körlum eða fólki sem samfélagið álítur karlmannlegt. Konur sem hrífast af körlum eru því karlkynhneigðar, þó mun algengara sé að segja að þær séu gagnkynhneigðar. Karlar og kynsegin fólk sem hrífst af körlum eða ,,karlmannlegum" eiginleikum er líka karlkynhneigt.​

Karlkynhneigð

Kvenkynhneigð (e. gynosexuality)

3146dccfa5eeabffd54c60146961aab612a0dc65r1-836-821v2_uhq.jpg

Kvenkynhneigður einstaklingur laðast einkum að konum eða fólki sem samfélagið álítur kvenlegt.

 Karlar sem skilgreina sig sem gagnkynhneigðir eru því í raun líka kvenkynhneigðir. Það sama gildir um lesbíur og kynsegin fólk sem hrífst af konum eða ,,kvenlegu" fólki. 
Þetta orð felur ekki í sér þá ályktun að kynin séu tvö og gagnstæð á sama hátt og orðið gagnkynhneigð gerir.

Kvenkynhneigð

Grá eikynhneigð (e. grey asexual)

Grey_asexuality_flag.svg.png

Grá eikynhneigð vísar til þess að kynferðisleg aðlöðun sé róf fremur en tveir aðskildir flokkar.

Fólk flokkast þannig ekki eingöngu í flokkana tvo: eikynhneigt og svo allir sem hafa áhuga á kynlífi. Heldur er um að ræða skala þar sem fólk getur upplifað meiri eða minni aðlöðun að öðru fólki kynferðislega.

Þeir einstaklingar sem skilgreina sig sem grá eikynhneigða, finna fyrir kynferðislegri aðlöðun en hún er það lítil að þeir finna sig ekki innan annarra kynhneigða á borð við gagnkynhneigð eða samkynhneigð.

Grá eikynhneigð

Sveigjanleg kynhneigð (e. heteroflexibility/homoflexibility)

heteroflexible.png

Þegar einstaklingur skilgreinir kynhneigð sína á einn hátt en er opinn fyrir annars konar kynhneigðum. Einstaklingur sem skilgreinir sig sem gagnkynhneigður en er opinn fyrir öðrum kynhneigðum. Þá er einstaklingur sveigjanlega gagnkynhneigður (e. heteroflexible).

Fólk sem skilgreinir sig sem samkynhneigt en er opið fyrir annars konar kynhneigðum er kallað sveigjanlega samkynhneigt (e. homoflexible)

Sveigjanleg kynhneigð

BDSM hneigð (e. bdsm sexuality)

800px-Leather,_Latex,_and_BDSM_pride_-_Light.svg.png

Til eru ýmsar skilgreiningar á BDSM. Á heimasíðu BDSM á Íslandi kemur fram að það standi fyrir bindingar, drottnun, sadisma, masókisma, skynjun og munalosta.

 

Mörkin á milli ,,kinks" og kynhneigðar eru oft óskýr. Sumir einstaklingar sem tilheyra BDSM-samfélögum líta á BDSM sem sína kynhneigð, á meðan aðrir líta fremur á það sem áhugamál eða lífsstíl.

BDSM hneigð

Frekari upplýsingar um kynhneigðir og hinsegin samfélagið

bottom of page