top of page

Klám

Screen Shot 2022-05-05 at 18.19.20.png

Hvað er klám?

Það hefur reynst erfitt að skilgreina hugtakið klám, sérstaklega þar sem fólk er oft ósammála um hvað felst í hugtakinu. Til er fjöldinn allur af skilgreiningum á hugtakinu og telja margir þær ráðast af tíðaranda og þeim gildum sem ríkja í samfélagi hverju sinni. Erfitt er að koma upp með eina skilgreiningu sem allir eru sammála um en hér er ein skilgreining á hugtakinu:

,,Klám er myndefni, texti eða annað sem er gert er í þeim tilgangi að skapa kynferðislega örvun. Það sýnir hluti frá kynferðislegu sjónarhorni eða sýnir kynferðislegar athafnir."

Klámvæðing

Screen Shot 2022-05-05 at 18.36.56.png

Þegar fjallað er um klámvæðingu er átt við að kynferðislega opinskátt efni er sýnilegt víðsvegar í samfélaginu. Klám er orðið mun aðgengilegra og útbreiðsla á því er mikil. Einnig getur reynst erfitt er að stjórna eða takmarka dreifingu þess útaf veraldarvefnum. 

 

Fólk getur séð merki klámvæðingar allt í kringum sig t.d. eins og í kvikmyndum, auglýsingum og í lagatextum. Þetta er allt dæmi um hvernig klámvæðingin birtist okkur í daglegu lífi. Orðið klámvæðing vísar til þess að áhrif kláms einskorðast ekki við klámið eitt og sér, heldur hefur það dreifst út í samfélagið.

 

Klámvæðingin spilar stórt hlutverk í lífi einstaklingsins og hún hefur áhrif á hvernig hann hugsar um sjálfan sig og viðhorf hans til kynlífs. Rannsóknir á Íslandi hafa sýnt fram á að klámvæðingin hefur alvarlegar afleiðingar fyrir ungmenni og að þau upplifi oft mikla pressu til að stunda kynlíf, auk þess upplifa þau mikla pressu varðandi frammistöðu og útlit í kynlífi. 

KLÁMVÆÐING
KLAMAHORF

Klámáhorf

Screen Shot 2022-05-05 at 18.41.20.png

Áhorf á klámi og kynferðislega opinskáu efni hefur aukist gríðarlega í heiminum samhliða aukinni tæknivæðingu. Þar sem flest ungmenni hafa greiðan aðgang að veraldarvefnum verður sífellt auðveldara fyrir ungt fólk að nálgast klám á netinu.

 

Það er misjafnt hvers vegna fólk horfir á klám en helstu ástæður eru líklega útaf forvitni og til að sækja kynferðislega örvun t.d. við sjálfsfróun. Mikilvægt er að hafa í huga að klám gefur ekki raunsæja mynd af kynlífi og er því ekki góð kynlífsfræðsla. Klám getur gefið ranghugmyndir um heilbrigt kynlíf og það er mikilvægt að vera meðvitaður um það við klámáhorf. Klám og kynlíf er tvennt ólíkt og fólk þarf að horfa á það með gagnrýnum huga.

 

Gott er að einstaklingur sé meðvitaður um þau skaðlegu áhrif sem klámáhorf getur stuðlað að. Það þarf að fara varlega í notkun klámefnis í sjálfsfróun. Einstaklingur þarf að geta notað ímyndunaraflið sitt og hugsað um eitthvað sem veitir þeim kynferðislega örvun, í stað þess að treysta á örvun í klámi.

Klám & kynlíf

Screen Shot 2022-05-05 at 18.44.38.png

Mikilvægt er að fólk geri sér grein fyrir að klám er leikið efni, sem er sett upp í óraunverulegum aðstæðum. Þar fara fram lítil samskipti og þátttakendur eru líklegast að fylgja ákveðnu handriti eða leikstjóra.

 

Í kynlífi eru samskipti lykilatriði, það byggist á góðum samskiptum, trausti, jafnræði og samþykki. Ef einstaklingur sér eitthvað sem honum langar til að prófa í klámi þá þarf hann að vera fullviss um að hinn aðilinn sé samþykkur og tilbúinn til að prófa það líka. Samskipti og samþykki eru því lykilatriði í góðu heilbrigðu kynlífi.

KK

Tegundir kláms

Screen Shot 2022-05-05 at 18.49.08.png

Til eru ótal margar vefsíður sem bjóða upp á kynferðislega opinskátt efni og þar er að finna fjölbreytt úrval af mismunandi klámi, sem er ætlað ólíkum hópum fólks. 

 

Algengasta klámið felur oftast sískynja konu og karl að stunda kynlíf, þar sem karlinn er í stjórn og konan er undirgefin honum. Einnig er til allskonar hinsegin klám þar sem einstaklingar af sama kyni sofa saman.

 

Samkvæmt rannsóknum horfa karlmenn á meira klám en konur. Konur eru þó líklegri til þess að sækja frekar í mjúkt klám þar sem þær leggja meiri áherslu á ást, nánd og tilfinningar í kynlífi. Meira áhorf karlmanna má að einhverju leiti rekja til þess að klám er að mestu leyti framleitt fyrir karlmenn.

TEGUND KLÁMS

OnlyFans

2UGMLJZWKNNEDMU6EN5SLJIWG4.jpg

OnlyFans byggist á sama grunni og aðrir samfélagmiðlar eins og Instagram og Twitter en notendur þess eru þar í öðrum tilgangi. Fjölbreyttur hópur fólks framleiðis efni til að dreifa á miðlinum, eins og líkamsræktarþjálfarar, kokkar og tónlistarmenn en langstærsti hópurinn framleiðir erótískt efni.

 

Notendur gerast áskrifendur hjá einstaklingum sem framleiða kynferðislega opinskátt efni og birta á aðgangi sínum. Margir notendur greiða fyrir efnið og er það ætlað þeim persónulega. Framleiðendur efnis á OnlyFans ráða hversu mikið þeir rukka fylgjendur sína en upphæðin er yfirleitt í kringum 2.500kr á mánuði.

 

Oft er sagt að OnlyFans hafi fært völdin frá klámiðnaðinum yfir til fólksins. Þá hefur verið bent á að samfélagsmiðillinn minnki líkurnar á því að fólk sem framleiði erótískt efni verði fyrir ofbeldi t.d. á tökustað. Miðillinn hefur þó sínar skuggahliðar þar sem ýmsir framleiðendur hafa lent í eltihrellum og ýmis konar áreitni, ásamt því að persónuupplýsingum þeirra hefði verið lekið.

ONLYFANS

Ofbeldi í klámi

Screen Shot 2022-05-05 at 18.59.09.png

Á netinu má finna alls kyns klám af öllu hugsanlegu tagi. Þar má meðal annars finna klám sem sýnir mjög gróft kynlíf og ofbeldi, sérstaklega gagnvart konum. Þar sem farið er illa með konur, þær hlutgerðar, niðurlægðar og jafnvel beittar ofbeldi. Þetta er skaðlegt efni.

 

Einnig eru til dæmi þar sem einstaklingar eru neyddir til þess að leika í klámi og eru á lágum launum við slæmar aðstæður. Þess háttar klám er oftar að finna á fríum vefsíðum og mikilvægt er að hafa það í huga.

​NEIKVÆÐ ÁHRIF KLÁMS...

  • Klám hefur áhrif á sjálfsmyndina

  • Klám hefur áhrif á líkamsímynd og getur ýtt undir áhyggjur varðandi útlit

  • Klám eykur áhyggjur varðandi frammistöðu í kynlífi

  • Klám getur haft áhrif á sambönd og tengslamyndun

  • Línan á milli ofbeldis og kynlífs getur orðið óskýr

  • Einstaklingur getur þróað með sér óheilbrigða klámnotkun

  • Klám getur haft áhrif á getu til kynferðislegrar örvunar. Það getur verið ávanabindandi og sumir geta ekki fengið kynferðislega örvun nema við að horfa á klám.

  • Kynhegðun fólks getur breyst með auknu klámáhorfi

  • Miðlar á netinu eiga það til að senda ungmennum skilaboð um að óábyrgt kynlíf sé eðlilegur hlutur og fjölmiðlar fjalli lítið um afleiðingar og áhættu óábyrgs kynlífs

  • Slæm áhrif á kynheilbrigði unglinga. Klámmyndir fjalla heldur ekki um mikilvægi þess að nota verjur í kynlífi, til þess að koma í veg fyrir óumbeðnar þunganir eða kynsjúkdómasmit

  • Klámáhorf snemma á ævinni getur haft áhrif á kynvitund einstaklings og hamlað því að hún mótist eðlilega

  • Hugmyndir unglinga um kynlíf byggist á klámáhorfi og klám er ekki góð kynlífsfræðsla

  • Klám ýtir undir ójafnræði á milli kynjanna, staða kvenna í klámi er mjög bág miðað við stöðu karlmanna og staða kynja í klámmyndum hefur áhrif á stöðu þeirra í raunveruleikanum

  • Klám getur ýtt undir jákvæð viðhorf gagnvart nauðgunum og til ofbeldis

 

bottom of page