Kynfræðsla er víðtækt hugtak sem nær yfir fræðslu um kynheilbrigði, kynlíf, kynæxlun og veitir grundvallarþekkingu á kynhegðun manneskjunnar. Kynfræðsla snýr þó ekki síður að hlutum á borð við samskipti, tilfinningar og sjálfsvitund.
Fræðsla og forvarnir miða að því að þróa og efla getu barna og ungmenna til að taka meðvitaðar og heilbrigðar ákvarðanir í tengslum við sambönd, kynhegðun, andlega og líkamlega heilsu. Formleg kynfræðsla sem hefst áður en unglingar byrja að stunda kynlíf, getur með áhrifaríkum hætti dregið úr áhættuhegðun sem hefur skaðleg áhrif á kynheilbrigði þeirra.
Jákvæð tengsl eru á milli þess unglingar hljóti kynfræðslu áður en þeir stunda fyrst kynlíf. Það getur stuðlað að kynheilbrigði ungmenna t.d dregið úr líkum á kynsjúkdómasmitum, ótímabærum þungunum og óeðlilegum samskiptum í samböndum og kynlífi.
ALLIR græða á kynfræðslu!
Undir kynfræðslu falla þættir á borð við kynþroska, samskipti og mörk, kynvitund, kynhneigð, kynlíf og sjálfsfróun, kynheilbrigði og margt fleira.
Til þess að fræðast um hvert viðfangsefni færðu bendilinn yfir hnappinn sem á stendur ,,kynfræðsla" og þar færðu nánara yfirlit.
