top of page
Screen Shot 2022-05-05 at 20.40.06.png

Kynlíf

Kynlíf

Kynlíf er svo miklu meira en bara samfarir. Kynlíf er alls konar og felur oft í sér gælur við kynfæri og/eða brjóst, samfarir, koss, sleikur, kelerí, munngælur, endaþarmsörvun og sjálfsfróun.

Samþykki

Upphafið af öllu kynlífi er að fá samþykki hjá báðum aðilum. Þegar tveir eða fleiri aðilar stunda kynlíf er nauðsynlegt að allir veiti samþykki. Mikilvægt er að samþykki og samræður eiga sér stað áður en kynlíf eða aðrar kynferðislegar athafnir eiga sér stað. Það getur engin sofandi manneskja veitt samþykki, þá á það líka við manneskju með litla meðvitund eða áfengisdauð. Manneskja sem getur ekki hreyft sig eða talað er ekki fær um að veita samþykki.

Er gott að stunda kynlíf?

Misjafnt er eftir fólki hvort það nýtur þess að stunda kynlíf eða ekki. Sumir hafa t.d. bara engan áhuga á að stunda kynlíf, á meðan aðrir gætu gert það allan daginn. Kynlíf getur haft bæði jákvæðar og neikvæðar afeliðingar og fer það allt eftir aðstæðum.

Samskipti

Það er eðlilegt að tala í kynlífi og það er líka mjög mikilvægt. Hvernig á maður að vita hvað hinn aðilinn vill og vill ekki ef það eru engin samskipti, fólk les ekki hugsanir. Ef þú ert ekki tilbúin til þess að tjá þig í kynlífi þá ertu ekki með þroska til þess að stunda kynlíf. Mikilvægt er að eiga samræður um hvað einstakling þykir gott og spyrja hinn aðilann hvað þeim þyki gott. Til dæmis eins og þegar pantað er pítsu, þegar pítsa er pöntuð með öðrum þá er alltaf spurt hvað viðkomandi þyki gott álegg. Maður segir sjálfur hvað manni þykir gott og leitast eftir samþykki hjá hinum aðilanum. Kynlíf er eins og að panta pítsu, ekkert annað en samræður og að komast að samkomulagi.

Gredda

Tilfining þegar einstaklingur verður kynferðislega æstur/graður. Það að langa í kynlíf eða eitthvað annað kynferðislegt.

Mörk

Mörkin þín eru það sem þig langar til að gera og langar ekki til að gera. Mörk geta breyst í gegnum tíðina og gefðu þér bara tíma til þess að hugsa um þín mörk. Þú getur til dæmis verið til í að gera eitthvað í dag en vilt það bara alls ekki á morgun, það má skipta um skoðun. Þú ert í stjórn og setur þín eigin mörk, enginn annar. Það er allt í góðu að segja nei, það á ekki að vera vandræðalegt og gerir þig ekki að slæmri manneskju.

Screen Shot 2022-05-05 at 21.14.34.png

Endaþarmsmök

Endaþarmsmök er örvun við endaþarminn (rassgatið) t.d. með tungu, fingri, typpi eða kynlífstæki. Endaþarmsörvun hefur lengi verið partur af kynhegðun einstaklingsins, en áhugi og ánægja af slíkri örvun er mjög einstaklingsbundin.

 

Í endaþarminum er mikið af taugaendum og er því kynferðislega næmur staður. Gott er þó að hafa í huga að endaþarmurinn er viðkvæmur, þröngur og þurr og þar er aukin hætta á sýkingu. Þegar örva á endaþarminn er mikilvægt að fara varlega að og fylgja réttu verklagi. Grundvöllur fyrir endaþarmsörvun er samþykki beggja aðila, líkt og með aðra kynhegðun.

Screen Shot 2022-05-05 at 20.51.39.png

Munnmök

Kynlíf þar sem munnur eða tunga er notuð í kynlífi. Munnmök er algengur partur af kynlífi einstaklinga. Þess ber þó að geta að ekki kjósa allir að stunda munnmök, hvorki þiggja þau né gefa og það er allt í lagi, enda er kynlíf mjög mismunandi.

Screen Shot 2022-05-05 at 20.59.42.png

Sjálfsfróun

Það að stunda sjálfsfróun er kynlíf með sjálfum sér. Misjafnt er eftir einstaklingum hvort þeir sýni kynfærum sínum áhuga eða ekki, bæði er alveg jafn eðlilegt. Sjálfsfróun er góð leið til afslöppunar og virðist vera manninum meðfædd.

 

Algengt er að einstaklingar byrji að stunda sjálfsfróun á kynþroskaaldrinum en það er mjög einstaklingsbundið. Sjálfsfróun er heilbrigð leið til þess að kynnast eigin líkama og viðkomandi þarf ekki að vera hræddur að snerta eigin kynfæri.

 

Sjálfsfróun er besta leiðin til þess að undirbúa sig fyrir aðra kynhegðun, góð leið til þess að læra inn á eigin líkama áður en að einstaklingur fer að stunda kynlíf með annarri manneskju.

Screen Shot 2022-05-05 at 21.17.42.png

Kynlífstæki

Kynlífstæki verða algengari með hverjum deginum. Það er þó almennt 18 ára aldurstakmark inn í flestar kynlífstækjabúðir, en það er reyndar 16 ára aldurstakmark í Blush. Eign á kynlífstæki er þó í sjálfu sér skaðlaus ef viðkomandi kýs að nota það. Mikilvægt er að huga að hreinlæti þegar það kemur að kynlífstækjum og þarf einstaklingur að þrífa það reglulega samkvæmt leiðbeiningum. Til eru ótal mörg kynlífstæki eins og múffa, titrari, typpahringur svo eitthvað sé nefnt.

Screen Shot 2022-05-05 at 21.04.01.png

Fullnæging

Fullnæging er ákveðin losun í líkamanum. Þegar einstaklingur er við það að fá fullnægingu spennist líkaminn oft upp og svo fær hann vellíðunartilfinningu. Það er ekki sjálfsagt að fá fullnægingu og hún endist líka oft mislengi hjá fólki. Það tekur tíma að kynnast sínum eigin líkama og vita hvernig maður fær fullnægingu. Til dæmis fá flestir píkueigendur ekki fullnægingu í gegnum leggöng, heldur þurfa örvun á snípinn til þess að fá það.

 

Screen Shot 2022-05-05 at 21.23.42.png

Skírlífi

Þeir einstaklingar sem kjósa skírlífi stunda ekki sjálfsfróun né kynlíf. Þau kynverur eins og aðrir, en kjósa að nota kynorku sína á sérstakan hátt. Orðið sjálft er notað fyrir ákveðið gildismat, það að lifa skíru, hreinu eða flekklausu lífi. Skírlífi er oftast nefnt í sambandi við trúarbrögð eða andlega iðkendur tantrajóga.

Screen Shot 2022-05-05 at 21.56.10.png

Sleipiefni

Sleipiefni eru notuð til þess að bleyta kynfæri í kynlífi. Þegar það kemur að sleipiefnum er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að einu efnin sem á að bera á kynfærin eru þau sem eru sérhönnuð fyrir þau. Til eru fullt af tegundum af mismunandi sleipiefnum, t.d. hægt er að fá þau með ýmsum bragðtegundum. Gott er að prófa sleipiefnið áður en einstaklingur kaupir það, með því að prófa nokkra dropa í munni til þess að sjá hvort að efnið sé ertandi.

Screen Shot 2022-05-05 at 21.47.39.png

BDSM

 BDSM stendur fyrir bindingar (e. bondage), drottnun (e. domination), kvalalosta (e. sadisma) og sjálfskvalarlosta (e. masochism). Þeir sem stunda BDSM hafa áhuga á óhefðbundnu kynlífi. Skýrar reglur lúta þessari tegund kynlífs og er mikið gert úr samþykki beggja aðila, samskiptum og meðvitaðri þátttöku án vímuefna eða áfengis. Það fólk sem iðkar óhefðbundið kynlíf mætir oft mikilli vanþekkingu og fordómum.

Screen Shot 2022-05-05 at 21.57.45.png

Viagra

Það að stunda sjálfsfróun er kynlíf með sjálfum sér. Misjafnt er eftir einstaklingum hvort þeir sýni kynfærum sínum áhuga eða ekki, bæði er alveg jafn eðlilegt. Sjálfsfróun er góð leið til afslöppunar og virðist vera manninum meðfædd. Algengt er að einstaklingar byrji að stunda sjálfsfróun á kynþroskaaldrinum en það er mjög einstaklingsbundið. Sjálfsfróun er heilbrigð leið til þess að kynnast eigin líkama og viðkomandi þarf ekki að vera hræddur að snerta eigin kynfæri. Sjálfsfróun er besta leiðin til þess að undirbúa sig fyrir aðra kynhegðun, góð leið til þess að læra inn á eigin líkama áður en að einstaklingur fer að stunda kynlíf með annarri manneskju.

Screen Shot 2022-05-05 at 21.51.03.png

Saflát

Saflát (e. squirt) er vökvi sem kemur út úr sumum píkum í kynlífi þegar þær fá fullnægingu eða kynferðislega örvun. Sumir velta því fyrir sér hvort að þetta sé piss en það er ekki rétt, saflát er vökvi sem kemur út úr þvagrásinni en er almennt séð annar vökvi en þvag. Tilfinningin sem einstaklingur fær áður en hann fær saflát getur þó verið eins og hann þurfi að pissa. Það er mjög einstaklingsbundið hvort þú fáir saflát eða ekki og bæði er fullkomlega eðlilegt.

Screen Shot 2022-05-05 at 22.00.37.png

Trekantur

Kynlíf með þremur einstaklingum er kallað þrenning eða trekantur (e. threesome) og kynlíf með fleiri en þremur einstaklingum er kennt við hópkynlíf (e. orgy). Mikilvægt er að koma upp með ákveðnar reglur og samskipti eru mjög mikilvæg ef einstaklingar kjósa að stunda kynlíf með fleiri ein tveimur einstakling (mikilvægt í öllu kynlífi). Það þarf meðvitað samþykki allra aðila og það má alltaf hætta við á hvaða tímapunkti sem er.

 

Screen Shot 2022-05-05 at 21.54.12.png

Píkuprump

Þegar leghafi pikuprumpar er það útaf lofti sem hefur safnast fyrir í leggöngunum. Það þarf ekkert að óttast píkuprump og lenda flestir píkueigendur í að píkuprumpa einhvern tímann á ævinni.

Screen Shot 2022-05-05 at 22.04.50.png

Sjúk ást

Þegar fólk er í óheilbrigðum samböndum eða í ofbeldissambandi er oft notað orðið sjúk ást. Það getur verið gott að tala við vini,  fjölskyldu eða fagaðila ef þú ert í ofbeldissambandi og vilt losna úr því, þau geta veitt þér aðstoð. Það er mjög skiljanlegt að einstaklingi finnist erfitt að hætta í ofbeldissambandi, mestu máli er að leita hjálpar og bakka út þegar þegar einstaklingur treystir sér til. Það er mikilvægt að leita sér hjálpar eftir ofbeldissambönd t.d. hjá sálfræðingi eða öðrum fagaðilum.

Screen Shot 2022-05-06 at 13.13.30.png

Er ég tilbúin/inn/ið?

Það er mjög einstaklingsbundið hvenær einstaklingur er tilbúinn að stunda kynlíf. Það er ákvörðun sem hver og einn tekur út frá sjálfum sér. Ekki er nóg að vera einungis líkamlega tilbúinn, heldur þarf maður einnig að vera tilfinningalega og félagslega tilbúinn. Maður þarf einnig að vera tilbúinn að tjá sig um mörk sín, hvað maður vill og vill ekki gera í kynlífi. Gott er að vera öruggur með sjálfan sig og geta rætt opinskátt um kynlíf, til þess að geta notið þess.

Screen Shot 2022-05-05 at 22.10.12.png

Kynferðisofbeldi

Kynferðislegt ofbeldi og kynlíf eiga enga samleið. 

Kynferðislegt ofbeldi getur birst á ólíka vegu og er það regnhlífar hugtak notað yfir allt ofbeldi af kynferðislegum toga. Kynferðisofbeldi getur verið kynferðisleg áreitni, nauðgun, vændi, mannsal, klám, sifjaspell eða annað. Mikilvægt er að börn og ungmenni séu upplýst um hvað telst til kynferðisofbeldis og geti greint frá því ef viðkomandi hefur orðið fyrir því eða vitni af ofbeldi. Kynferðislegt ofbeldi er refsivert. Þolendur geta meðal annars leitað aðstoðar hjá Stígamótum, Bjarkarhlíð, Lögreglu, spítala og 112. 

Screen Shot 2022-05-06 at 13.03.26.png

Einkastaðir

Mikilvægt er að útskýra fyrir einstakling einkastaðina og misjafnt er eftir einstaklingum hvað telst til þeirra. Einstaklingur þarf að vera meðvitaður um að þetta eru hans einkastaðir og aðeins hann má snerta þá og aðrir með leyfi viðkomandi aðila. Hann má einnig aðeins snerta sína eigin en ekki annarra og mikilvægt er að virðing sé í fyrirúmi í þessari umræðu.

 

bottom of page