top of page

Kynsjúkdómar og sýkingar

Kynsjúkdómar smitast við kynmök og stafa af örverum, eins og bakteríum og veirum eða lúsum. Kynsjúkdóma sem orsakast af bakteríum eða lúsum er oftast hægt að lækna með lyfjum. Aftur á móti eru kynsjúkdómar sem orsakast af veirum oftast ólæknandi og einungis hægt að draga úr einkennum og hindra framgang þeirra tímabundið.

 

Algengustu kynsjúkdómar á Íslandi eru klamydía, kynfæraáblástur og kynfæravörtur. Sjaldgæfari eru lekandi, HIV og alnæmi, lifrarbólga B, Sárasótt, tríkómónas sýking, flatlús og kláðamaur.

Klamydía

Klamydía

Klamydía er kynsjúkdómur sem verður til af völdum bakteríu sem smitast þegar sýkt slímhúð einstaklings snertir slímhúð annars. Það getur gerst við samfarir um leggöng, endaþarm og við munnmök. Bakterían getur einnig borist í háls og augu ef smitaður einstaklingur snertir kynfæri og síðan augu. 

Hægt er að smitast aftur af klamydíu þrátt fyrir að hafa læknast af henni áður. Klamydía er algengari hjá ungu fólki, þeim sem skipta oft um bólfélaga og hjá þeim sem ekki nota smokk. Mikilvægt er að meðhöndla sýkinguna sem fyrst, þar sem hún getur valdið alvarlegri kvillum t.d ófrjósemi.

klamydia.jpeg

Varnir:

Smokkurinn er eina smitvörnin.

Handþvottur er mikilvægur. 

       Einkenni:

 • Klamydía er oft einkennalaus.

 •  Einkenni geta komið fram einni til þremur vikum eftir smit,
  stundum fáum dögum síðar. 

 • Einstaklingar með typpi geta fengið sviða við þvaglát, glærgula útferð úr þvagrás og eymsli í pung.
  Það á aldrei að vera útferð úr þvagrás typpa.

 • Einstaklingar með píku geta fengið breytta eða aukna útferð, óþægindi neðarlega í kvið, milliblæðingar, blæðingu eftir kynlíf og óþægindi við þvaglát. 

 • Klamydía í hálsi eða endaþarmi er oftast einkennalaus. 

Greining og meðferð:

Skoðun og sýni tekið til staðfestingar; stroka úr leggöngum eða þvagsýni. Ekki er marktækt að taka sýni á blæðingum. Ef einstaklingur greinist með klamydíu þarf að fá viðeigandi meðferð með sýklalyfjum. Vegna smithættu má ekki stunda kynlíf fyrr en þremur dögum eftir að meðferð klárast og einstaklingur er einkennalaus. 

Hægt er að leita aðstoðar á húð- og kynsjúkdómadeild Landspítalans ef grunur er á smiti. Þar er hægt að láta taka sýni, fá meðferð og fá lækni til að hafa nafnlaust samband við kynlífsfélaga sem útsettir eru fyrir smiti.

Blöðrubólga 

Screenshot 2022-04-22 at 10.09.20.png

Bráð blöðrubólga

Bráð blöðrubólga er algeng meðal fólks, þó algengari hjá þeim sem hafa píku og þar af leiðandi styttri þvagrás. Orsök bráðrar blöðrubólgu eru oftast bakteríur sem eiga uppruna í ristli og endaþarmi

(t.d E.coli, Proteus mirabilis og Strepptococcus faecalis).

Sýking veður til þegar bakterían kemst upp í þvagrásina og þaðan í þvagblöðruna þar sem hún veldur bólgubreytingum í blöðruþekjunni. Við þetta eykst óþægindatilfinning við þvaglát, verkir geta komið við lífbeint og þvaglát verður tíðara þrátt fyrir að blaðran sé aðeins hálf af þvagi. Þvagið getur orðið gruggugt og lyktað illa. 

 

Ef engin meðferð á sér stað getur sýkingin farið upp þvagleiðara í átt að nýrum og valdið þar alvarlegri sýkingu. 

 

Langvinn/krónísk blöðrubólga 

Sumir fá endurtekna blöðrubólgu vegna sama sýkils, frá ristli. Einstaklingar fá þá stundum breiðvirk sýklalyf. Það er mikilvægt fyrir blöðruna að tæma sig reglulega þannig sýklar nái ekki að fjölga sér of mikið. 

Greining:

Þvagsýni (hjá lækni t.d heilsugæslu eða læknavakt)

Meðferð:

Sýklalyf.

Einkenni:

 • Sviðatilfinning eða sársauki við þvaglát

 • Þarft oft að pissa

 • Þvagið getur verið gruggugt og/eða illa lyktandi

 • Verkir geta komið fyrir ofan lífbein

Góð ráð: 

 • Tæma blöðruna í hvert skipti sem farið er á klósettið. 
   

 • Að drekka mikinn vökva getur hjálpað við
  að losa sig við sýklana. 

   

 • Blöðrubólga getur minnkað ef klæðst er hlýjum fötum.
   

 • Að pissa strax eftir samfarir til að skola burt bakteríum sem gætu hafa komist í þvagrás.
   

 • Mikilvægt að tæma blöðruna reglulega, ekki halda í sér (u.þ.b þriðju hverja klst.)

Áhættur og orsakir:

Rangar hreinlætisaðferðir við klósettferðir:

Þau sem eru með stutta þvagrás (píkueigendur) sem er nálægt endaþarmsopi, ættu að þurrka sig í áttina frá þvagrásaropinu og aftur í átt að endaþarmsopi. Þannig forðumst við að bakteríur frá

endaþarmi komist í þvagrásina

.

Mikið kynlíf í leggöng: Einkenni geta komið upp sem svipar til blöðrubólgueinkenna. Mikilvægt að pissa strax eftir samfarir.

 

Meðfæddir gallar í þvagfærum: Þvagblaðran tæmist ekki að fullu við þvaglát og getur myndað gróðrarstíu bakteríu.

Stækkaður blöðruhálskirtill (typpaeigendur): Þvagblaðran tæmist ekki að fullu við þvaglát, bakteríur þrífast vel í þvaginu í blöðrunni.

Barnshafandi: Oftast eru bakteríur í  þvagi, ef það veldur ekki einkennum er það oftast látið vera. 

Blöðrubólga

Kynfæraáblástur | Herpes

Kynfæraáblástur er sýking af völdum veirunnar Herpes simplex, tegund 2. Herpes er mjög algengur sjúkdómur víðsvegar í heiminum. Við frumsmit sest veiran í taugar húðsvæðisins sem sýkt er. Veiran ferðast svo með taugum í taugahnoð við heilastofn. Veiran getur legið í dvala árum saman og virkist öðru hvoru og berst með taugum í húð. Veiran orsakar þá litlar blöðrur og sár, í þessu tilfelli á kynfærum. Einkenni minnka og hverfa oftast alveg með tímanum. Mótefni myndast í líkamanum eftir frumsýkingu losar ekki veiruna en verndar þannig að sýkingar sem á eftir koma verða ekki jafn slæmar. Oftast verður lengra og lengra milli útbrota og að lokum deyr sjúkdómurinn út. 

 

Varnir:

Smokkurinn er vörn gegn kynfæraáblæstri.
 

Meðferð:

 • Mikilvægt er að hefja meðferð sem allra fyrst.

 • Hægt er að gefa lyf í töfluformi í 5 daga eða lengur.

 • Nauðsynlegt að taka verkjalyf og nota staðdeyfikrem.

 • Engin lyf fjarlægja veiruna.

 • Bælimeðferð er löng töflumeðferð sem gefin er við tíðum endursýkingum.
  Lyfið er þá tekið inn daglega í nokkra mánuði.  

h9992546_001.jpeg

Smit: 

 • Varaáblástur eða frunsur geta valdið kynfæraáblæstri og öfugt, ef varir snerta kynfæri. Slík smit eru algeng. 

 • Samfarir án smokks við aðila með veiruna.

Góð ráð:

 • Að draga úr ertingu kynfæra, þreytu og andlegu og líkamlegu álagi, minnkar líkur á endursýkingu. 

 • Lyf geta dregið úr einkennum og fjölgun veirunnar. 

 • Nota smokk við samfarir

Screenshot 2022-04-22 at 18.37.28.png
Herpes

HPV veira

HPV er skammstöfun fyrir Human Papilloma Virus. HPV er veira sem hefur fylgt mannkyninu í milljónir ára. Þekktar eru rúmlega 200 tegundir og um 40 þeirra geta sýkt húð og slímhúðir á kynfærasvæði kvenna og karla. Þessar HPV-veirur geta líka valdið sýkingu í munni og koki fólks. Sumar af þessum HPV-veirum valda t.d. kynfæravörtum, aðrar frumubreytingum í leghálsi og um 14 þeirra geta valdið krabbameini í leghálsi, leggöngum, skaparbörmum, endaþarmi, getnaðarlim og í munni og koki.

HPV er lang algengasti kynsmitið. Vísbendingar eru um að algengi (fjöldi einstaklinga með HPV-sýkingu á hverjum tíma) HPV-sýkingar meðal íslenskra kvenna á aldrinum 18-25 ára sé um 50-60% og má áætla að sama gildi um íslenska karlmenn á sama aldri þó algengi hafi ekki verið sérstaklega rannsakað meðal íslenskra karla.

 • HPV er mjög algeng veira.

 • Meira en 200 tegundir HPV eru þekktar.

 • Sumar tegundir HPV valda góðkynja vörtum á fingrum og fótum.

 • Um 40 tegundir af HPV geta smitast við kynmök

HPV veira

Kynfæravörtur | HPV

    Einkenni:

 • Kláði og erting.

 • Mögulegar truflanir við þvaglát ef varta er við þvagopið (typpaeigendur).

 • Sársauki við samfarir ef vörtur eru í leggöngum eða í leghálsi (píkueigendur).

 • Vörtur geta komið fram þremur vikum til tveimur árum eftir smit.

 • Annars einkennalaust nema vörtur séu sýnilegar.

Screenshot 2022-05-06 at 22.31.53.png

Kynfæravörtur eru af völdum veiru sem kallast HPV og eru af mörgum gerðum. Sumar gerðir veirunnar geta valdið frumubreytingum sem geta leitt til krabbameins í leghálsi, endaþarmi, munnholi, hálsi og typpi. Kynfæravörtur er eitt af algengustu kynsjúkdómum á Vesturöndum og er talið um 80% af öllum sem eru kynferðislega virkir munu einhvern tíma smitast af veirunni. Hún smitast við snertingu sýktrar slímhúðar eða húðar. Við sýkingu geta myndast vörtur, einna helst í kringum ytri kynfæri og endaþarmsop.

Vörtur

Frumubreytingar | HPV

Flestir sem smitast af HPV fá ekki einkenni og ónæmiskerfið vinnur bug á HPV-sýkingunni. Ef þú smitast af há-áhættu HPV-veirum sem ónæmiskerfið vinnur ekki á getur sýkingin orðið viðvarandi. Slík sýking getur valdið frumubreytingum og ef hún er ekki greind með leghálssýni getur hún þróast í leghálskrabbamein. Það líða yfirleitt að minnsta kosti nokkur ár eða áratugir ár frá því sýking með há-áhættu HPV á sér stað þar til leghálskrabbamein myndast. 

Nánast allar HPV-sýkingar sem hafa áhrif á leghálsinn smitast með kynlífi (náin snerting kynfæra, t.d. samfarir í leggöng eða fingursnerting við kynfæri). HPV getur einnig smitast við munn- og endaþarmsmök. Meirihluti fólks (80%) sem stunda kynlíf mun smitast einhvern tíma á ævinni. Þú getur hafa smitast af HPV þó þú hafir bara sofið hjá einum einu sinni á ævinni. Makar í langtímasamböndum geta orðið hissa þegar HPV greinist hjá þeim. En vegna þess að flestar HPV-sýkingar eru einkennalausar geta þær verið ógreindar árum saman. Samt sem áður er aukin áhætta á HPV smiti ef þú hefur átt marga rekkjunauta eða rekkjunautur/ar þinn/þínir hafa átt marga aðra rekkjunauta. 

Það eru vísbendingar um að hætta á HPV-smiti sé aukin í ákveðnum tilvikum:

 • Hjá yngri en 25 ára.

 • Við óvarið kynlíf, án smokks.

 • Með auknum fjölda þungana.

 • Við ákveðna erfðaþætti, þetta er þó enn óljóst.

 • Hjá fólki sem reykir.

 • Hjá fólki með óumskorið typpi.

 • Við annað kynfærasmit, t.d. herpes og klamydíu.

 • Hjá þeim sem byrja snemma að stunda kynlíf (yngri en 16 ára).

 • Hjá fólki með ónæmisbælingu (t.d. HIV-smitaðir, ónæmisbælandi sjúkdómar eða lyf). 

Flestar HPV-sýkingar hverfa af sjálfu sér, ónæmiskerfi þitt útrýmir þeim. Talið er að um 70% HPV-sýkinga hverfi innan árs og um 90% innan tveggja ára. Sumar HPV-sýkingar verða viðvarandi og ef þú hefur sýkst af há-áhættu HPV (krabbameinsvaldandi HPV) sem ekki hverfur þá ertu í aukinni áhættu á að fá leghálskrabbamein. Flestar konur/leghafar með HPV-smit vita ekki af því. Ef þú smitast af há-áhættu HPV og sýking hverfur ekki þá áttu á hættu að fá frumubreytingar sem þarf að meðhöndla. 

abnormal_cells-300x293.jpeg

Einkenni og greining: 

Eina leiðin til að vita hvort þú sért smituð af há-áhættu HPV er að mæta reglulega í skimun fyrir leghálskrabbameini á heilsugæslustöð eða hjá kvensjúkdómalækni þegar þú færð boðsbréf frá lækni. 

Það tekur yfirleitt að minnsta kosti nokkur ár eða áratugi frá því sýking með há-áhættu HPV á sér stað þar til leghálskrabbamein myndast.

 • Í flestum tilvikum veldur HPV ekki neinum einkennum. 

 • Þó ekki sé hægt að lækna sjálfa HPV-sýkinguna þá er hægt að fjarlægja frumubreytingar með lítilli aðgerð. 

 • Hér á landi er þetta gert með leghálsspeglun og/eða keiluskurði. 

Varnir og fyrirbyggjandi ráðstafanir:

 • Hægt er að láta bólusetja sig fyrir leghálskrabbameini.

 • Til að fá fullkomna vörn gegn HPV 16 og HPV 18 þarf að bólusetja áður en kynlíf hefst.

 

Hér á landi er 12 ára stúlkum boðin bólusetning með Cervarix í skólanum á vegum sóttvarnalæknis. Þó þú sért bólusett þarftu samt að mæta í leghálskrabbameinsleit því þú ert bara bólusett gegn 2 af um 14 veirum sem geta valdið leghálskrabbameini.

 

 • Smokkur veitir ekki fullkomna vörn vegna þess að hann hylur ekki öll sýkt svæði en HPV getur fundist á öllu nærbuxnasvæðinu.

 • Smokkurinn er hins vegar góð vörn fyrir þau svæði sem hann hylur, legháls og getnaðarlim.

Leghálsskoðun

Mælt er með reglulegri sýnatöku frá leghálsi hjá einkennalausum konum frá 23 ára aldri, á þriggja ára fresti.

Leghálsskoðun tekur stuttan tíma og ætti ekki að taka mikið á. 
1. Sest ber að neðan í stól
2. Leggur fætur í stoðir til að auðvelda sýnatöku
3. Læknir kemur járntóli fyrir í leggöngum til að opna þau betur
4. Strok tekið með pinna
5. Sýnataka tekur um 2 mínútur og er sársaukalaus
6. Ef frumubreytingar finnast færðu bréf frá lækni

 

Frumubreytingar eru ekki krabbabein, en geta leitt til þess. Ef frumubreytingarnar eru komnar á hátt stig er framkvæmdur svokallaður keiluskurður þar sem sýktu frumurnar eru skornar burt.  
 

609927.jpeg
Frumubreyt

HIV / AIDS

HIV (Human Immunodeficiency Virus) er veira sem berst milli einstaklinga með sæði, leggangaslími og blóði og brýtur niður ónæmiskerfi líkamans á löngum tíma. HIV getur smitast með samförum en einnig með því að notar sýktar sprautur. Einstaklingar með HIV verða venjulega ekki veikir fyrstu árin eftir að þeir smitast, en smám saman vinnur veiran á vörnum líkamans og skemmir ónæmiskerfið. Þeir sem eru smitaðir af HIV eru alltaf með veiruna í líkamanum og geta smitað aðra það sem eftir er ævinnar. HIV er alvarlegur og lífshættulegur sjúkdómur, þróist sjúkdómurinn án meðferðar. 


Enn hefur ekki fundist lækning við HIV-veirunni en það er hægt að halda henni í skefjum með því að taka daglega inn ákveðna samsetningu af lyfjum. Ef einstaklingur er með HIV-veiruna og tekur lyfjagjöf þá er hann ekki smitandi á meðan lyfjagjöf stendur. Þess vegna er mikilvægt að allir smitaðir fari á lyfjameðferð.

ATH:

 • HIV smitar ekki í daglegri umgengni. 

 • Algjörlega hættulaust er því að búa á sama heimili eða vera í daglegu samneyti við þann sem er smitaður af

 • Smokkurinn er EINA vörnin gegn smiti. 
   

Alnæmi er lokastig sjúkdómsins og vísar orðið til sjúkdóma og einkenna sem HIV-jákvæðir fá þegar ónæmiskerfið fer að bresta. Þetta gerist oftast mörgum árum eftir smit. Þegar fólk er komið með alnæmi fær það sjúkdóma sem ósmitað fólk fær sjaldan, þar sem ónæmiskerfi þeirra hefur misst getuna til að berjast við sjúkdóma. Sá sem er kominn með alnæmi deyr oftast innan fárra ára, sé ekki beitt lyfjameðferð, en hún bætir horfurnar verulega.

Einkenni:
Hluti nýsmitaðra fá einkenni fáeinum
dögum eða vikum eftir smit.

Helstu einkennin eru:

 • Almennur slappleiki

 • Hálssærindi

 • Eitlastækkanir

 • Útbrot

 • Höfuðverkur 

 • Vöðva- og liðverkir 

... sem ganga oftast yfir á 1–2 vikum. 


Eftir það eru flestir einkennalausir í mörg ár, en veiran vinnur smám saman á vörnum líkamans og skemmir ónæmiskerfið.

Meðferð:
Dagleg inntaka HIV-lyfja það sem eftir er ævinnar getur dregið úr fjölgun veirunnar í líkamanum og þar með bætt líðan og lengt líf HIV-jákvæðra. Lyfjatökunni geta fylgt aukaverkanir.

Greining:
HIV-smit er greint með blóðprufu sem hægt er að taka hjá hvaða lækni sem er. Blóðprufan er ókeypis og farið er með hana í trúnaði. Niðurstöður HIV-prófs fást nokkrum dögum eftir að blóðprufa er tekin

Viiv-weighs-in-on-FDA-approval-of-long-acting-HIV-treatment.jpeg

Mikilvægt:

 • Hafir þú sofið hjá einhverjum frá því þú smitaðist, getur verið að einhver þeirra hafi smitast af HIV. 

 • Því er mikilvægt að fyrri bólfélagar séu látnir vita.

 • Þú getur sjálf/sjálfur/sjálft látið þá vita eða þú getur beðið lækninn um að skrifa þeim án þess að nafn þíns sé getið.

 • Í öllum tilvikum er þó skylt að gefa upplýsingar um bólfélaga.

 • Þannig getur þú komið í veg fyrir útbreiðslu þessa alvarlega sjúkdóms.

Lekandi

Lekandi stafar af bakteríu sem smitast þegar sýkt slímhúð, í endaþarmi, munni eða leggöngum, kesmt í snertingu við slímhúð annars. Lekandi getur valdið ófrjósemi, bólgum í liðum og sýkingum. Einkenni geta komið í ljós strax eftir samfarir en einnig seinna. 

 

Einkenni:

Þau eru svipuð og einkenni klamydíu, en algengara er að typpaeigendur kvarti undan sviða við þvaglát.

Lekandi

Sárasótt (e.syphilis)

Sárasótt (e.syphilis) er kynsjúkdómur sem orsakast af bakteríu er nefnist Treponema pallidum. Bakterían sem veldur sárasótt smitar við óvarin kynmök. Sýktir einstaklingar eru aðallega smitandi þegar þeir eru með sár. Hér á landi hefur hún verið frekar sjaldgæfur sjúkdómur en þó greinast fáeinir á ári. Þá er oftast um gamalt smit að ræða og einstaklingarnir því ekki smitandi.


Varnir:
Smokkurinn verndar einungis þann hluta kynfæranna sem hann hylur en er þó eina vörnin.
Slímhúð og húð sem ekki er hulin getur því sýkst.

Einkenni:

Fyrstu einkenni sárasóttar koma í ljós 10 dögum til 10 vikum (oftast 3 vikum) eftir smit.

 • Sár á þeim stað sem bakterían komst í snertingu við (oftast á kynfærum, í endaþarmi eða munni). 

 • Útbrot í húðinni geta myndast eftir það. 

 • Við langt gengna ómeðhöndlaða sárasótt koma einkenni frá miðtaugakerfi og hjarta- og æðakerfi.

Greining og meðferð:

 • Sárasótt er greind með blóðprufu sem er hægt að láta taka hjá öllum læknum.

 • Sýklalyf er gefið við sárasótt og læknar sjúkdóminn

  Ef fullnægjandi meðferð er ekki gefin á fyrstu stigum sjúkdómsins getur bakterían valdið ýmsum sjúkdómum síðar á ævinni eins og hjarta-, heila- og taugasjúkdómum.

Screenshot 2022-05-06 at 23.10.59.png

Flatlús

Flatlús (Phthirus pubis) er sníkjudýr sem er aðallega að finna í hárunum í kringum kynfærin. Hún getur líka verið í handarkrika, bringuhárum, augnabrúnum og augnhárum. Flatlús er sjaldgæf í hársverði. Flatlús smitast við nána snertingu en einnig með handklæðum, sængurfatnaði og fötum.

Einkenni:
Flatlús veldur oftast miklum staðbundnum kláða.

Meðferð:
Hægt er að kaupa lúsaáburð án lyfseðils í lyfjaverslunum. 
Hann er borinn á alla hærða staði nema hársvörðinn. 
Bólfélaginn og fjölskyldumeðlimir verða líka að fá meðferð svo smit eigi sér ekki stað aftur.
Sængurver og föt skal þvo á venjulegan hátt.

Lifrarbólga B

Lifrarbólga B (hepatitis B) þýðir að það sé bólga í lifrinni sem veira veldur. Veiran finnst í líkamsvessum eins og blóði, sæði og leggangavökva/slími. Við samfarir smitast veiran með þessum líkamsvessum á kynfæri, í munn og endaþarm. Veiran getur einnig smitast með blóðblöndun og nálarstungum. Barn getur smitast í fæðingu ef móðirin er smitandi. Bráð lifrarbólga getur í einstaka tilfellum leitt til dauða. Þegar lifrarbólga B er viðvarandi getur hún verið alvarleg og lífshættuleg. Þá getur hún þróast yfir í skorpulifur og lifrarkrabbamein.

Varnir og fyrirbyggjandi ráð:
Rétt notkun smokksins getur komið í veg fyrir smit. 
Þeir sem neyta eiturlyfja í gegnum sprautur skulu aldrei deila sprautum eða sprautunálum með öðrum.

Einkenni:
Einkenni bráðrar lifrarbólgu koma oftast í ljós tveimur til þremur mánuðum eftir smit. Fyrstu einkenni sýkingarinnar eru vegna bráðrar lifrarbólgu B, sem gengur yfir, en ekki fá allir einkenni. Hluti smitaðra fær viðvarandi lifrarbólgu, einkum ef smitið verður á barnsaldri.

 

 • Bráð lifrarbólga veldur oft kviðverkjum og gulri húð (gulu). 

 • Ógleði, hiti og slappleiki 

 • Rauðbrúnn litur á þvagi og ljósar hægðir. 

 • Sumir fá einnig liðverki.

 • Lifrarbólga getur líka verið alveg einkennalaus.

Greining og meðferð:

Sjúkdómurinn er greindur með blóðprufu sem hægt er að taka hjá öllum læknum og liggja niðurstöðurnar fyrir innan nokkurra daga. 

 

Meðferð er til við bráðri lifrarbólgu B en er aðeins beitt í alvarlegri tilvikum. Þeir sem smitast á fullorðinsaldri batnar oft eftir sína sýkingu en börnin fá iðulega viðvarandi sýkingu. Ef lifrarbólgan þróast yfir í viðvarandi lifrarbólgu er í vissum tilfellum hægt að gefa meðferð gegn henni. Hægt er að fá fyrirbyggjandi meðferð með bólusetningu og getur fólk, sem gæti verið í smithættu en er ekki smitað, látið bólusetja sig. Mælt er með bólusetningu nýfæddra barna strax eftir fæðingu ef móðirin er með langvarandi sýkingu.

VARNIR

Kynsjúkdómavarnir

Smokkur fyrir typpi

download.jpeg

Smokkurinn og töfrateppið eru einu varnirnar sem veita vörn gegn kynsjúkdómasmiti. Smokkurinn er einnig vörn gegn getnaði og er um 98% öruggur ef hann er rétt notaður. Mikilvægt er að smokkur sé notaður við allar samfarir og líka í endaþarmsmökum til þess að koma í veg fyrir smit kynsjúkdóma.

 

Hægt er að fá smokka í mismunandi stærðum og gerðum. Því getur verið gott að prófa ólíkar tegundir til að finna út hvað hentar einstaklingi best. Mikilvægt er að geyma smokk á þurrum stað og passa að hann sé ekki útrunninn. Smokkur er yfirleitt gerður úr latexi en það er hægt að fá latexfría smokka ef einstaklingur er með ofnæmi fyrir latexi. Hægt er að nálgast smokka í helstu matvöruverslunum, apótekum og kynlífstækjaverslunum. Smokkar eru einnota og þeim ber að henda í ruslið eftir notkun.

Smokkur fyrir leg

Screenshot 2022-04-30 at 18.47.37.png

Já þú heyrðir rétt, það er líka til smokkur fyrir leghafa. Um er að ræða hólklaga smokk sem er settur í legöngin og/eða endaþarminn fyrir samfarir. Innri hringur hans fer inn í leggöngin og ytri hringurinn lafir rétt fyrir utan þau. Honum er komið fyrir á svipaðan hátt og túrtappa eða álfabikar, en ef þú finnur fyrir honum hefur eitthvað líklegast mistekist.

 

Smokkurinn er smurður með sleipiefni eins og venjulegur smokkur en auðvitað er hægt að nota annað sleipiefni sem er öruggt að nota með smokknum. Legsmokkurinn er vörn gegn kynsjúkdómum og þungun í 95% tilvika ef hann er notaður rétt. Það getur verið sterkur leikur að nota legsmokkinn ef annar hvor aðili er með ofnæmi fyrir latexi, vegna þess að hann er gerður úr pólýúretani. Þessi smokkur er þó dýrari heldur en hefðbundinn smokkur fyrir typpaeigendur.

Töfrateppi (e. dental dams)

LBAU_a31529e2-8bb2-462a-b89b-2257f73e0c4b_620x.webp

Mikilvægt er að brýna á því að ýmsir kynsjúkdómar, eins og kynsjúkdómavörtur, lekandi og klamydía geta smitast við munnmök. Þess vegna er mælt með því að nota verjur við munnmök t.d. eins og smokka eða töfrateppi. Töfrateppi er ætlað fyrir píkur og er vörn gegn kynsjúkdómum. Hann er lagður yfir snípinn eða það svæði sem á að örva. Hægt er að nálgast töfrateppi í búðinni Blush, en það er einnig hægt að nota klipptan smokk eða latex-hanska, plastfilmu eða latex efni sem notað er í tannlækningum (e. dental dams). Þrátt fyrir að það sé mælt með að nota verjur við munnmök þá er það mjög ábótavant.

Dæmi um útfærslur:

Dental20dam_0.webp
Dental_dam_usage.png

Húð og kyn

Til þess að bóka tíma í kynsjúkdómatékk skal hringja í síma 

543 6050 

 • Allir eru bókaðir í almennt kynsjúkdómatékk án viðtals við hjúkrunarfræðing/lækni nema að annað sé tekið fram. Í almennu kynsjúkdómatékki er skimað fyrir klamydíu og lekanda með þvagsýni eða stroku. 

 • Þau sem eru að koma í fyrsta skipti ættu að bóka viðtal við hjúkrunarfræðing. 

 • Ef eitthvað er óljóst er ráðlagt að óska eftir símaviðtal við hjúkrunarfræðing.

bottom of page