top of page

Tíðavörur

Hægt er að nota ýmislegt til þess að taka við blóðinu á meðan blæðingum stendur.

Til er fjölbreytt úrval af alls kyns tíðavörum og er það mjög einstaklingsbundið hvað hentar hverjum og einum. Best er að prófa mismunandi vörur þar til þú finnur eitthvað sem hentar þér og þínum líkama. 

Tíðavörur

Getnaðarvarnir

Getnaðarvarnir með hormónalyfjum
Pillan
Screenshot 2022-05-05 at 23.41.38.png

Pillan er til af tveimur gerðum. Önnur tegundin inniheldur 2 hormón, estrógen og gestagen en hin eitt hormón, gestagen.

Pillan er mjög örugg getnaðarvörn þegar hún er tekin reglulega samkvæmt leiðbeiningum. Í tilraunum hafa samsettar pillur komið betur út en minipillan varðandi árangur gegn þungun en við notkun í daglegu lífi er enginn munur.

 

Áhætta af notkun pillunnar hefur verið skoðuð og eru til rannsóknir sem sýna mælanlega aukningu á sumu krabbameini en minnkun á öðru.
Önnur alvarleg áhætta tengd samsettu pillunni er blóðtappi og er smá munur milli tegunda. 

Pillan er stundum notuð sem lyf við miklum tíðaverkjum eða blæðingum, þar sem pillan dregur úr báðu. 

Lykkjan
iud.jpeg

Lykkja er lítill T laga plasthlutur sem læknir kemur fyrir inni í leginu. Mælt er með ómskoðun fyrir og eftir uppsetningu til að meta legið og staðsetningu lykkjunnar. Á lykkjunni er lítið hormónahylki sem gefur frá sér örlítinn skammt af hormónum jafnt og þétt og er til að auka áhrif lykkjunnar. Hormónalykkjan inniheldur hormónið gestagen.

Hérlendis eru mest notaðar tvær gerðir hormónalykkja

Mirena hefur hylki sem endist í 5-7ár
Jaydess er aðeins minni lykkja og hefur hylki sem endist í 3ár.

Helstu kostir homónalykkju:

  • Örugg getnaðarvörn (+99%)

  • Gleymist ekki

  • Blæðingar minnka eða hverfa alveg sem mörgum konum finnst ákjósanlegt

  • Aðeins staðbundin verkun

  • Virkar strax eftir uppsetningu

  • Blóðtappahætta er afar lítil

Helstu aukaverkanir: 

  • Algengastar eru milliblæðingar í byrjun

  • Þyngdaraukning

  • Bólur á húð

Hormónalykkjan er afar örugg þar sem bæði eru áhrif lykkju og áhrif hormóna til að hindra þungun og ver hormónalykkja bæði fyrir þungun í legi og utan þess. Læknir þarf að fjarlægja lykkjuna og má gera það hvenær sem er eftir uppsetningu. 

Hormon
Hringurinn
vaginal-ring_201806.jpeg

Hormónahringurinn er grannur plasthringur sem er 5 cm í þvermál. Hann inniheldur hormónin estrógen og gestagen. Við fyrstu notkun er hringnum komið fyrir í leggöngum eftir blæðingar og hann er hafður þar í 3 vikur. Þá er hann fjarlægður og nýr hringur settur upp eftir eina viku. Hver hringur endist í 3 vikur. Plasthringurinn er frekar mjúkur og auðvelt að koma honum fyrir. Afar sjaldan þarf að taka hann út fyrir kynmök.

Helstu kostir hringsins:

  • Örugg getnaðarvörn (+99%)

  • Ekki þarf að muna eftir honum daglega

  • Blæðingastjórnun er góð og milliblæðingar sjaldgæfar

  • Aukaverkanir litlar

  • Mun minna hormónamagn en í pillunni
     

Vegna umhverfisáhrifa á ekki að henda notuðum hring í heimilissorp heldur fara með þá í apótek í förgun eins og öðrum lyfjum.

Sprautan
hormonasprauta.jpeg

Sprautan er í formi stungulyfs og inniheldur hormónið gestagen. Hún er gefin í vöðva á 3 mánaða fresti. Hjúkrunarfræðingur á heilsugæslunni getur gefið sprautuna. 

Aðalkostir sprautunnar:

  • Örugg getnaðarvörn (+99%)

  • Ekki þarf að muna eftir getnaðarvörn daglega

  • Henni fylgir oftast blæðingaleysi sem mörgum konum finnst ákjósanlegt. Blæðingaleysið hefur engar hættur í för með sér.  

  • Ef hætt er á sprautunni þarf að reikna með að eftir síðustu gjöf endast áhrif í 3-6 mánuði. 

Plásturinn
gettyimages-evra-patch-1542806616.jpeg

Hormónaplásturinn inniheldur hormónin estrógen og gestagen. Í plástrinum er forðalyf sem endist í 1 viku. Við fyrstu notkun er plástrinum komið fyrir á handlegg, öxl eða öðrum góðum stað á líkamanum eftir blæðingar. Að viku liðinni er skipt um plástur. Svo er aftur skipt eftir viku (samtals 3 vikur með plástur) 4. vikan er án plásturs til að fá blæðingar.

Helstu kostir plástursins:

  • Örugg getnaðarvörn 

  • Ekki þarf að muna eftir honum daglega

  • Litlar aukaverkanir
     

Vegna umhverfisáhrifa á ekki að henda notuðum plástrum í heimilissorp heldur fara með þá í apótek í förgun eins og öðrum lyfjum.

Stafurinn
Screenshot 2022-05-06 at 00.07.59.png

Hormónastafur inniheldur hormónið gestagen og er lyfið í litlum plaststaf sem læknir kemur fyrir undir húðinni á upphandleggnum. Hægt er að finna stafinn undir húðinni en hann sést ekki. Hver stafur endist í 3 ár en læknir getur fjarlægt hann hvenær sem er. Húðin er staðdeyfð bæði þegar stafnum er komið fyrir og hann fjarlægður.

Aðalkostir stafsins:
Örugg getnaðarvörn (+99%)
Ekki þarf að muna eftir getnaðarvörn daglega
Honum fylgir oftast blæðingaleysi sem mörgum konum finnst ákjósanlegt. Blæðingaleysið hefur engar hættur í för með sér.  
Þegar stafurinn er fjarlægður fara áhrifin strax úr líkamanum. 

 

Getnaðarvarnir ÁN hormónalyfja
Smokkurinn
download.jpeg

Smokkur veitir þó nokkra vörn gegn þungun ef hann er rétt notaður. Stóri kosturinn við smokkinn er hins vegar að hann er eina leiðin til að draga verulega úr hættunni á að smitast af kynsjúkdómum við kynmök. 

Hettan
1611-Diaphragm-732x549-thumbnail.jpeg

Hettan er plastskál sem komið er fyrir í leggöngunum ásamt sæðisdrepandi kremi rétt fyrir samfarir. Hettan er ekki tekin strax út heldur má vera t.d. til næsta morguns ef hún er sett upp að kvöldlagi. Hettan og sæðisdrepandi krem hefur ekki verið á markaði hér undanfarin ár. Hetta er ekki mjög örugg getnaðarvörn þar sem hún byggir  alfarið á réttri og staðfastri notkun. 

Koparlykkja
iud.jpeg

Koparlykkjan er úr plasti og örlitlum kopar sem er til þess að auka áhrifin. Lykkjan er mjög smár T laga hlutur  sem læknir kemur fyrir inni í leginu. Þar  hefur hún áhrif til að koma í veg fyrir þungun en hefur engin önnur áhrif á líkamann. Mælt er með ómskoðun fyrir og eftir uppsetningu til að meta legið og staðsetningu lykkjunnar. Lykkjuna má hafa þann tíma sem konan þarf á vörn að halda eða allt upp í 10 ár.  

Helstu kostir koparlykkju
Örugg getnaðarvörn (+99%)
Lykkjan veitir vörn þar sem hún er þ.e. í leginu og er því ekki virk til að koma í veg fyrir þungun utan legs þ.e. utanlegsfóstur. 
Gleymist ekki
Hefur ekki áhrif á hormónastarfssemi líkamans


Aukaverkanir
Auknar blæðingar eru algengasta aukaverkunin því hentar koparlykkjan síst þeim konum sem hafa miklar blæðingar. 

Ekki er þekktur  langtímaskaði af völdum koparlykkju. 

án horm
bottom of page