top of page
menstruation (3).png

Um okkur

Fræðsluvefurinn Allt á einum stað er 10 eininga lokaverkefni kennaranema til B.Ed prófs frá Háskóla Íslands. Höfundar vefsins eru Anita Rós Þorsteinsdóttir og Eva Kristrún Haraldsdóttir. 

Hugmyndin að verkefninu kviknaði eftir langar og djúpar samræður um stöðu kynfræðslu í grunnskólum á Íslandi. Við höfðum bæði fengið innsýn í kennslu unglinga í vettvangsnámi sem kennaranemar en auk þess höfum við sinnt starfi stuðningsfulltrúa og stundakennara í unglingadeildum grunnskóla. Við ræddum við börn og ungmenni í kringum okkur og heyrðum að þeim fannst kynfræðsla í sínum skólum ekki fullnægjandi og oft verið að tönglast á því sama. 

Ákall hefur verið eftir meiri og betri kynfræðslu undanfarin ár. Miklar framfarir hafa átt sér stað frá upphafi fræðslunnar en það er ávallt hægt að bæta og breyta í takt við tímann. Samfélagið er í sífelldri þróun og nauðsynlegt að taka mið af þeim breytingum og vitundarvakningum sem eiga sér stað. Gerð náms- og fræðsluefnis er hér engin undantekning.

Efni sem þótti fullnægjandi fyrir áratugi á ekki endilega við í nútíma samfélagi. Það er því ekki ásættanlegt að nýta úrelt efni til að kenna þessa hluti heldur er mikilvægt að uppfæra það sem er til staðar, bæta við og betra. Því höfum við ákveðið að útbúa þennan fræðsluvef með áherslu á þætti sem hafa ekki fengið nægilega stórt pláss í kynfræðslu hingað til. Hér viljum við gefa öllu fólki pláss, sýnileika og fagna fjölbreytileikanum. Hér getum við fræðst um það sem við ekki þekkjum, fræðst betur um það sem við þekkjum og vonandi nýtt okkur til að lifa heilbrigðu og öruggu lífi. 

Hér fjöllum við um kynlíf, kynheilbrigði, kyn og kynvitund, kynhneigðir, mörk og samskipti og allt þar á milli. Síðan verður ólíklega nokkurn tímann fullbúin, þar sem við getum ávallt bætt við frekari upplýsingum og fræðslu, og samfélagið mun alltaf halda áfram að þróast. 


Efni vefsíðunnar er samansafn af efni frá hinum ýmsu fræðslusíðum, rannsóknum og umfjöllunum

AnitaRós.png
IMG_3925.jpg

Anita Rós Þorsteinsdóttir

Eva Kristrún Haraldsdóttir

Efni vefsíðunnar er samansafn af efni frá hinum ýmsu fræðslusíðum, rannsóknum og umfjöllunum. 

bottom of page